- Áfangastaðir
- Skutlþjónusta
- Þjónusta
- Bílafloti
- Um okkur
Akstur og trúss fyrir gönguhópa
Fjallasýn sérhæfir sig í akstri með ferðamenn og skipulagningu alls kyns ferða um Ísland með sérstaka áherslu á Norðausturland. Við þjónum bæði einstaklingum og hópum eftir þeirra óskum og þörfum. Meðal þess sem við gerum er að keyra gönguhópa milli staða t.d. að upphafspunkti gönguleiðar og sækja þá þangað sem þau hafa hug á að ljúka göngu. Einnig getum við trússað gönguhópa þ.e. flutt farangur milli staða / skála. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í nágrenni Húsavíkur. Þaðan er stutt til margra náttúrperla með góðum gönguleiðum, svo sem Vatnajökulsþjóðgarðs með Jökulsárgljúfrum og Öskju, Mývatns, Flateyjardals ofl. ofl.
Fjallasýn sérhæfir sig í akstri með ferðamenn og skipulagningu alls kyns ferða um Ísland með sérstaka áherslu á Norðausturland. Við þjónum bæði einstaklingum og hópum eftir þeirra óskum og þörfum. Meðal þess sem við gerum er að keyra gönguhópa milli staða t.d. að upphafspunkti gönguleiðar og sækja þá þangað sem þau hafa hug á að ljúka göngu. Einnig getum við trússað gönguhópa þ.e. flutt farangur milli staða / skála. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í nágrenni Húsavíkur. Þaðan er stutt til margra náttúrperla með góðum gönguleiðum, svo sem Vatnajökulsþjóðgarðs með Jökulsárgljúfrum og Öskju, Mývatns, Flateyjardals ofl. ofl.
Skólaakstur
Fyrirtækið var stofnað í kringum skólaakstur árið 1982 og hefur þjónað því hlutverki stöðugt síðan. Nú í vetur ökum við úr þremur sveitum í þrjá skóla í Þingeyjarsýslum, þar á meðal úr okkar heimasveit Reykjahverfi.
Fyrirtækið var stofnað í kringum skólaakstur árið 1982 og hefur þjónað því hlutverki stöðugt síðan. Nú í vetur ökum við úr þremur sveitum í þrjá skóla í Þingeyjarsýslum, þar á meðal úr okkar heimasveit Reykjahverfi.
Ferliþjónusta
Fjallasýn hefur sinnt ferliþjónustu fyrir Norðurþing og Dvalarheimilið Hvamm síðasta áratuginn, eða allt frá því að þessir aðilar byrjuðu að bjóða uppá slíka þjónustu. Við höfum yfir að ráða farartæki með sérhæfðan búnað til flutnings hjólastóla fyrir einstaklinga með skerta hreyfigetu. Í þetta verkefni er notuð Mercedes Benz Sprinter bifreið sem er með nokkur sæti og gott hjólastólarými.
Fjallasýn hefur sinnt ferliþjónustu fyrir Norðurþing og Dvalarheimilið Hvamm síðasta áratuginn, eða allt frá því að þessir aðilar byrjuðu að bjóða uppá slíka þjónustu. Við höfum yfir að ráða farartæki með sérhæfðan búnað til flutnings hjólastóla fyrir einstaklinga með skerta hreyfigetu. Í þetta verkefni er notuð Mercedes Benz Sprinter bifreið sem er með nokkur sæti og gott hjólastólarými.
Snjómokstur og fleira
Fallasýn hefur séð um snjómokstur á heimreiðum í Reykjahverfi í tvo áratugi og vegna starfseminnar á Þeistareykjum í tæpan áratug. Einnig stundar Fjallasýn verktöku með dráttarvélum og smágröfum ásamt því að leigja út vinnulyftu (skæralyftu).
Fallasýn hefur séð um snjómokstur á heimreiðum í Reykjahverfi í tvo áratugi og vegna starfseminnar á Þeistareykjum í tæpan áratug. Einnig stundar Fjallasýn verktöku með dráttarvélum og smágröfum ásamt því að leigja út vinnulyftu (skæralyftu).