- Áfangastaðir
- Skutlþjónusta
- Þjónusta
- Bílafloti
- Um okkur
Sjáðu hvað norðaustur Ísland hefur upp á að bjóða
Margir af áhugaverðustu áfangastöðum landsins eru á Norðurlandi. Það er ánægjulegt að geta boðið uppá ferðir á þessa mögnuðu staði, svo sem hinn margrómaða Demantshring (Mývatn - Dettifoss - Ásbyrgi - Húsavík - Goðafoss) www.diamondcircle.is.
Fjölbreytileiki svæðisins er gríðarlegur og má þar nefna t.d. jarðhita, leirhveri, nýlegt hraun, fossa, þar á meðal aflmesta foss landsins Dettifoss, þjóðgarð, kvöldsólina og hvalaskoðun.
Endilega rennið niður síðuna til að sjá úrval af okkar uppáhalds áfangastöðum.
Margir af áhugaverðustu áfangastöðum landsins eru á Norðurlandi. Það er ánægjulegt að geta boðið uppá ferðir á þessa mögnuðu staði, svo sem hinn margrómaða Demantshring (Mývatn - Dettifoss - Ásbyrgi - Húsavík - Goðafoss) www.diamondcircle.is.
Fjölbreytileiki svæðisins er gríðarlegur og má þar nefna t.d. jarðhita, leirhveri, nýlegt hraun, fossa, þar á meðal aflmesta foss landsins Dettifoss, þjóðgarð, kvöldsólina og hvalaskoðun.
Endilega rennið niður síðuna til að sjá úrval af okkar uppáhalds áfangastöðum.
Mývatn1/10
65°36'30.0"N 16°59'50.7"W
Mývatn er fjórða stærsta stöðuvatn Íslands, um 37 ferkílómetrar að stærð. Vatnið er frekar grunnt. Í vatninu eru um 40 litlar eyjar og gervigígar sem gefa vatninu fagurt yfirbragð. Innrennsli í vatnið er að mestu frá lindum sem eru austan- og sunnanvert við vatnið. Laxá rennur úr Mývatni. Vatnið er þekkt á heimsvísu fyrir fjölskrúðugt fuglalíf. Þar eru fleiri andategundir finnanlegar en annars staðar í heiminum. Landslag Mývatnssveitar er mótað af eldstöðvum og eldfjöllum svo sem Kröflu og Hverfelli, sem er einn stærsti sprengigígur heims. Stórfenglegar hraunmyndanir eru í Dimmuborgum. Austan við Námafjall er mikið brennisteinshverasvæði. Jarðböðin við Mývatn eru viðurkennd heilsuböð en þar er baðlón með hveravatni og náttúruleg gufuböð. Þar er notalegt að slaka á og njóta magnaðrar náttúru Mývatns.
Demantshringurinn
Demantshringnum má helst lýsa sem stórkostlegri 250 km langri hringleið um Norðausturland sem hefur til að bera nokkra af fallegustu stöðum landsins í fjölbreyttu landslagi. Demantshringurinn inniheldur fimm aðal áfangastaði þ.e. hinn fagra og sögulega Goðafoss, hið ljós bláa og græna landslag náttúrparadísarinnar Mývatns, stjórnlausa orku Dettifoss sem er kraftmesti foss Evrópu, hið hóflagaða náttúruundur Ásbyrgi og Húsavík sem er oft nefnd höfuðborg hvalaskoðunar á Íslandi. Sjáið með eigin augum !
Demantshringnum má helst lýsa sem stórkostlegri 250 km langri hringleið um Norðausturland sem hefur til að bera nokkra af fallegustu stöðum landsins í fjölbreyttu landslagi. Demantshringurinn inniheldur fimm aðal áfangastaði þ.e. hinn fagra og sögulega Goðafoss, hið ljós bláa og græna landslag náttúrparadísarinnar Mývatns, stjórnlausa orku Dettifoss sem er kraftmesti foss Evrópu, hið hóflagaða náttúruundur Ásbyrgi og Húsavík sem er oft nefnd höfuðborg hvalaskoðunar á Íslandi. Sjáið með eigin augum !