ENGLISH/ÍSLENSKA
  • Áfangastaðir
  • Skutlþjónusta
  • Þjónusta
  • Bílafloti
  • Um okkur
  • ENGLISH

Hafa samband

    • Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf.
    • Smiðjuteigi 7, Reykjahverfi
    • 641 Húsavík
    • Íslandi
    • 464 3940
    • fjallasyn@fjallasyn.is
    • info@fjallasyn.is
    • Skrifstofan er opin 8:30 - 16:30

    Utan skrifstofutíma má hafa samband í síma 464 3940 eða í Rúnar í síma 894 8540

Um Fjallasýn

Fjallasýn er rótgróið fjölskyldufyrirtæki í ferðaþjónustu sem upphaflega hóf starfsemi 1982 með skólaakstri úr heimasveit okkar og það gerum við enn þann dag í dag. Með tímanum höfum við sérhæft okkur í akstri og skipulagningu ferða um Ísland með sérstaka áherslu á Norðausturland. Við þjónum bæði einstaklingum og hópum eftir þeirra óskum og þörfum. Ökutæki okkar eru til þess fallin að takast á við mismunandi verkefni og aðstæður. Við förum með stóra og smáa, innlenda og erlenda hópa í dagsferðir og lengri ferðir sem skipulagðar eru af okkur eða viðskiptavinum okkar. Við útvegum leiðsögumenn þegar þess er óskað.  Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Reykjahverfi sem er í næsta nágrenni Húsavíkur, en það kemur ekki í veg fyrir að við tökum að okkur verkefni hvar sem er á landinu svo sem til og frá Húsavík, Akureyri, Reykjavík eða Keflavík. Vaxandi hluti í okkar starfsemi er að þjónusta skemmtiferðaskip sem koma inn á Norðausturland, allt frá Sauðárkróki til Þórshafar. Norðausturland, okkar heimasvæði, hefur upp á marga áhugaverða áfangastaði og leiðir að bjóða. Má þar nefna meðal annarra Goðafoss, Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi sem eru hluti af Demantshringnum vinsæla.

    Teymið

    Fastráðnir starfsmenn hjá fyrirtækinu eru 10 -12. Innan þess hóps eru eigendur / stjórnendur, bílstjórar, verkstæðis- og skrifstofufólk.  Auk þeirra vinna leiðsögumenn, ökuleiðsögumenn og aðrir bílstjórar tímabundin störf hjá fyrirtækinu á álagstímum.

    • Rúnar Óskarsson
      Framkvæmdarstjóri og eigandi
    • Hulda Jóna Jónasdóttir
      Fjármálastjóri og eigandi
    • Andri Rúnarsson
      Verkefnastjóri á verkstæði og bílstjóri

    Framúrskarandi fyrirtæki

    Við erum ótrúlega stolt af því að fá viðurkenniguna "Framúrskarandi fyrirtæki" sjötta árið í röð!

    Algengar spurningar

    Hvernig bóka ég þjónustu hjá Fjallasýn?

    Hvar er Fjallasýn staðsett?

    Af hverju ætti ég að bóka þjónustu hjá Fjallasýn?

    Eru bílbelti í bílunum?

    Skilmálar

    Bókanir á heimasíðu

    Hægt er að bóka skutl á heimasíðu okkar eigi síðar en 20 klukkustundum fyrir brottför ferðar. Ef bókað er síðar þarf það að gerast með símtali við skrifstofuna í síma 464-3940.  Þær ferðir sem bókaðar eru á heimasíðunni þarf að staðgreiða þannig að þær taki gildi.

    Verð eru sýnileg á heimasíðunni í ISK og greiðslur bókana þar eru í ISK. Eftir að staðfesting á þjónustu hefur verið gefin út mun verð vörunnar haldast.

    Bókanir

    Vegna bókana á annarri þjónustu svo sem hópferðaakstri vinsamlegast hafið samband við skrifstofu í síma 464 3940 eða sendið póst á info@fjallasyn.is.

    Greiðsluskilmálar

    Greiðsluskilmálar hverju sinni eru samningsatriði milli aðila, nema við bókun á heimasíðunni þarf að fullgreiða þjónustu.

    Fjallasýn getur tekið við greiðslum með Visa, Mastercard og eða millifærslum. 

    Öll verð innihalda VSK.

    Afbókun Þjónustu

    Allar afbókanir verða að berast Fjallasýn Rúnars Óskarssonar með tölvupósti á info@fjallasyn.is eða með því að hringja á skrifstofuna í síma 464 3940.

    Afbókunargjald bókana á heimasíðu:

    • Minna en tveim vikum og meira en 72 klst fyrir ferð: 50%
    • Minna en 72 klst og meira en 24 klst fyrir ferð: 75%
    • Minna en 24 klst fyrri ferð: 100%

    Afbókunarskilmálar gætu verið strangari en hér er lýst að ofan þegar um stærri hópa er að ræða. 
    Frá 2 mánuðum til 2 vikna til brottfarar er afpöntunargjald fyrir stærri hópa 10%

    Ábyrgð

    Fjallasýn afsalar sér ábyrgð á tjóni, slysum, veikindum eða breytingum á tímaáætlunum af völdum veðurs, verkfalla eða hvers kyns annarrar ástæðna sem ekki er stjórnað af Fjallasýn. Fjallasýn áskilur sér rétt til að breyta leiðum, ferðaáætlunum eða brottfarartímum, án fyrirvara, ef nauðsyn krefur. Fjallasýn áskilur sér rétt til að breyta, aðlaga eða leiðrétta mistök sem hugsanlega geta birst í bæklingi, á vefsíðu, í verðskrá.

    Þessir skilmálar eru byggðir á íslenskum lögum og reglugerðum.

    Samskipti

    Við fögnum alltaf öllum ábendingum, hvort sem um ánægjuleg viðskipti er að ræða eða eitthvað sem betur má fara. Ef þú vilt gera athugasemdir við þjónustu okkar bjóðum við þér að senda okkur tölvupóst á fjallasyn@fjallasyn.is eða að skrifa okkur bréf og sendið á skrifstofu okkar að Smiðjuteigi 7, 641 Húsavík. Einnig má hringja í síma 464 3940. 

    Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf.
    kt: 631092-2259
    Sími: 464 3940 
    Heimasíða: www.fjallasyn.is 
    VSK nr. 35744

    CONTACT US

    Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf.

    Smiðjuteigur 7, Reykjahverfi

    641 Húsavík

    Iceland

    +354 464 3940

    fjallasyn@fjallasyn.is

    info@fjallasyn.is

    id: 631092-2259

    VAT: 35744

    +354 464 3940

    fjallasyn@fjallasyn.is

    info@fjallasyn.is

    id: 631092-2259

    VAT: 35744

    FJALLASÝN

    Fjallasýn er metnaðarfullt fjölskyldufyrirtæki í ferðaþjónustu sem sérhæfir sig í akstri með einstaklinga og hópa um land allt. Við kappkostum að veita persónulega og góða þjónustu. Höfum mikla þekkingu og reynslu á Norðausturlandi.

    Exceptional companies 2018-2020Exceptional companies 2018-2020Exceptional companies 2018-2020Exceptional companies 2018-2020Exceptional companies 2018-2020