- Áfangastaðir
- Skutlþjónusta
- Þjónusta
- Bílafloti
- Um okkur
Hafa samband
- Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf.
- Smiðjuteigi 7, Reykjahverfi
- 641 Húsavík
- Íslandi
- 464 3940
- fjallasyn@fjallasyn.is
- info@fjallasyn.is
- Skrifstofan er opin 8:30 - 16:30
Utan skrifstofutíma má hafa samband í síma 464 3940 eða í Rúnar í síma 894 8540
Um Fjallasýn
Fjallasýn er rótgróið fjölskyldufyrirtæki í ferðaþjónustu sem upphaflega hóf starfsemi 1982 með skólaakstri úr heimasveit okkar og það gerum við enn þann dag í dag. Með tímanum höfum við sérhæft okkur í akstri og skipulagningu ferða um Ísland með sérstaka áherslu á Norðausturland. Við þjónum bæði einstaklingum og hópum eftir þeirra óskum og þörfum. Ökutæki okkar eru til þess fallin að takast á við mismunandi verkefni og aðstæður. Við förum með stóra og smáa, innlenda og erlenda hópa í dagsferðir og lengri ferðir sem skipulagðar eru af okkur eða viðskiptavinum okkar. Við útvegum leiðsögumenn þegar þess er óskað. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Reykjahverfi sem er í næsta nágrenni Húsavíkur, en það kemur ekki í veg fyrir að við tökum að okkur verkefni hvar sem er á landinu svo sem til og frá Húsavík, Akureyri, Reykjavík eða Keflavík. Vaxandi hluti í okkar starfsemi er að þjónusta skemmtiferðaskip sem koma inn á Norðausturland, allt frá Sauðárkróki til Þórshafar. Norðausturland, okkar heimasvæði, hefur upp á marga áhugaverða áfangastaði og leiðir að bjóða. Má þar nefna meðal annarra Goðafoss, Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi sem eru hluti af Demantshringnum vinsæla.
Fjallasýn er rótgróið fjölskyldufyrirtæki í ferðaþjónustu sem upphaflega hóf starfsemi 1982 með skólaakstri úr heimasveit okkar og það gerum við enn þann dag í dag. Með tímanum höfum við sérhæft okkur í akstri og skipulagningu ferða um Ísland með sérstaka áherslu á Norðausturland. Við þjónum bæði einstaklingum og hópum eftir þeirra óskum og þörfum. Ökutæki okkar eru til þess fallin að takast á við mismunandi verkefni og aðstæður. Við förum með stóra og smáa, innlenda og erlenda hópa í dagsferðir og lengri ferðir sem skipulagðar eru af okkur eða viðskiptavinum okkar. Við útvegum leiðsögumenn þegar þess er óskað. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Reykjahverfi sem er í næsta nágrenni Húsavíkur, en það kemur ekki í veg fyrir að við tökum að okkur verkefni hvar sem er á landinu svo sem til og frá Húsavík, Akureyri, Reykjavík eða Keflavík. Vaxandi hluti í okkar starfsemi er að þjónusta skemmtiferðaskip sem koma inn á Norðausturland, allt frá Sauðárkróki til Þórshafar. Norðausturland, okkar heimasvæði, hefur upp á marga áhugaverða áfangastaði og leiðir að bjóða. Má þar nefna meðal annarra Goðafoss, Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi sem eru hluti af Demantshringnum vinsæla.
Teymið
Fastráðnir starfsmenn hjá fyrirtækinu eru 10 -12. Innan þess hóps eru eigendur / stjórnendur, bílstjórar, verkstæðis- og skrifstofufólk. Auk þeirra vinna leiðsögumenn, ökuleiðsögumenn og aðrir bílstjórar tímabundin störf hjá fyrirtækinu á álagstímum.
Fastráðnir starfsmenn hjá fyrirtækinu eru 10 -12. Innan þess hóps eru eigendur / stjórnendur, bílstjórar, verkstæðis- og skrifstofufólk. Auk þeirra vinna leiðsögumenn, ökuleiðsögumenn og aðrir bílstjórar tímabundin störf hjá fyrirtækinu á álagstímum.
- Rúnar ÓskarssonFramkvæmdarstjóri og eigandi
- Hulda Jóna JónasdóttirFjármálastjóri og eigandi
- Andri RúnarssonVerkefnastjóri á verkstæði og bílstjóri
Framúrskarandi fyrirtæki
Við erum ótrúlega stolt af því að fá viðurkenniguna "Framúrskarandi fyrirtæki" sjötta árið í röð!
Við erum ótrúlega stolt af því að fá viðurkenniguna "Framúrskarandi fyrirtæki" sjötta árið í röð!